fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, er ómyrk í máli í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, eftir fréttaflutning gærkvöldsins.

Vísir greindi frá því að Sigmundi og öðrum meðlimum Miðflokksins hefði verið vísað úr Verkmannaskólanum á Akureyri eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.

Alexandra tjáði sig um málið á Facebook og TikTok.

„Þessi frétt um að Sigmundi Davíð hafi verið vísað úr VMA fyrir að krota á varning hjá öðrum framboðum sem voru skilin eftir þar, það er sennilega bara það lélegasta sem ég hef heyrt í nokkurri íslenskri kosningabaráttu í mörg ár. Hver hagar sér svona? Er maðurinn fimm ára?“

Eftir að frétt Vísis birtist skrifaði Sigmundur færslu á Facebook þar sem hann gerði lítið úr málinu og sagði raunar að enginn hefði vísað honum úr skólanum.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út. En nemendur þurftu að mæta í tíma og ég að borða samlokuna mína.“

Á myndum sem birtust á samfélagsmiðlum mátti sjá að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Einnig hafi skegg og augabrúnir verið krotað á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

@xandrabriem @Píratar XP @midflokkurinn24 #kosningar2024 ♬ original sound – xandraBriem

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars