fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, er ómyrk í máli í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, eftir fréttaflutning gærkvöldsins.

Vísir greindi frá því að Sigmundi og öðrum meðlimum Miðflokksins hefði verið vísað úr Verkmannaskólanum á Akureyri eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.

Alexandra tjáði sig um málið á Facebook og TikTok.

„Þessi frétt um að Sigmundi Davíð hafi verið vísað úr VMA fyrir að krota á varning hjá öðrum framboðum sem voru skilin eftir þar, það er sennilega bara það lélegasta sem ég hef heyrt í nokkurri íslenskri kosningabaráttu í mörg ár. Hver hagar sér svona? Er maðurinn fimm ára?“

Eftir að frétt Vísis birtist skrifaði Sigmundur færslu á Facebook þar sem hann gerði lítið úr málinu og sagði raunar að enginn hefði vísað honum úr skólanum.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út. En nemendur þurftu að mæta í tíma og ég að borða samlokuna mína.“

Á myndum sem birtust á samfélagsmiðlum mátti sjá að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Einnig hafi skegg og augabrúnir verið krotað á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

@xandrabriem @Píratar XP @midflokkurinn24 #kosningar2024 ♬ original sound – xandraBriem

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans