fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Fókus
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 08:59

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

Hann ræðir um fjölskyldumál og hvað hann telur vera stærstu kjarabótina fyrir íslenskar fjölskyldur.

„Nú verð ég kallaður karlrembupungur af einhverjum, en ég á vin frá Dúbaí, þar sem er svolítið önnur menning en hér. Og hann spurði mig einhvern tíma hvernig við á Vesturlöndum höfum náð að selja konum það að draumalífið sé að vinna allan daginn frá 8-5 og hafa engan tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna sína og börnin sín,“ segir Simmi.

„Mér fannst þetta áhugaverður punktur. Besta kjarabarátta á Íslandi sem myndi hækka laun gríðarlega og snúa valdaójafnvæginu við, væri ef öll hjón myndu taka fjölskyldufund í kvöld og ákveða að annað þeirra færi af vinnumarkaði. Þau gætu svo bara ákveðið sín á milli hvort þeirra það væri.“

„Smá brekka fyrstu mánuðina“

Simmi segir að þetta myndi ekki vera auðvelt til að byrja með en myndi skila sér að lokum.

„Þetta yrði smá brekka fyrstu mánuðina, en svo myndu launin rjúka upp af því að það yrði svo erfitt að manna störfin. Afi gamli bjó á Hagamel 25 og vann í ráðuneyti hérna. Hann sá fyrir allri fjölskyldunni, rak bíl og átti mjög gott líf á þeim tíma. Ein laun dugðu. Í dag getur þú gjörsamlega gleymt þeirri hugmynd að starfsmaður í sambærilegu starfi myndi geta haldið uppi fjölskyldu með þremur börnum, húsi og bíl. Af hverju? Hvað gerðist?“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Solvi Tryggvason (@solvitrygg)

Hægt er að nálgast viðtalið við Sigmar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrirgaf eiginkonunni en tók eftir marblettum sem benda til þess að hún hélt aftur framhjá

Fyrirgaf eiginkonunni en tók eftir marblettum sem benda til þess að hún hélt aftur framhjá
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 1 viku

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?