fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Pressan
Laugardaginn 23. nóvember 2024 15:30

Herkúles er stór og myndarleg könguló. Mynd:AUSTRALIAN REPTILE PARK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Köngulóarvefir í loftinu eru oft taldir vera merki um slæleg þrif á heimilinu og margir líta á þetta sem merki um vanrækslu við heimilishaldið.

Það er auðvitað ekki neitt sérstaklega fögur sjón að sjá köngulóarvefi í krókum og kimum en köngulóarvefir eru virkur hluti af hreingerningarkerfi náttúrunnar.

t-Online segir að þegar köngulær spinna vefi sína, þá fái þeir ekki aðeins hlutverk skordýragildru, heldur verða þeir einnig söfnunarstaðir fyrir ryk og örsmáar agnir.

Haft er eftir Silvia Teich, hjá þýsku náttúruverndarsamtökunum, að köngulóarvefur inni á heimilinu geti fangað mýflugur, ávaxtaflugur og önnur smá skordýr sem eru fólki oft til ama.

Hún sagði að í vel loftræstu húsnæði, þar sem ekki sé lífrænt rusl, hafi köngulær ekki svo mikið að éta því þær lifi á skordýrum. Því sé hættan á að húsnæðið fyllist af köngulóm mjög lítil, svo lengi sem þrifum sé sinnt.

Í rýmum, sem eru sjaldan notuð eða loftræst, geta köngulær hins vegar séð sér leik á borði við að spinna vef. Ef hann fær að vera óáreittur þá safnar hann hratt í sig ögnum og myglusveppagróum. Þetta kann að virðast vera sóðalegt en yfirleitt stafar engin heilsufarshætta af þessu því myglusveppur á miklu erfiðara uppdráttar í köngulóarvef en á rökum yfirborðsflötum.

En það getur verið hættulegt ef köngulóarvefur er nærri hitagjöfum á borð við ljósaperur. Það getur haft eldhættu í för með sér og því er rétt að fjarlægja þá vefi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn