Jade var atvinnukafari og bjó á Chathameyju og lifði á því að kafa og nýta sjávarafurðir að sögn Stuff.
Hákarlinn veitti honum alvarlega áverka. Jade var strax fluttur á sjúkrahús en lést af völdum áverka sinna á þriðjudaginn.
Faðir hans sagði að Jade hafi ekki verið hræddur við hvíthákarla og hafi oft komist í návígi við þá þegar hann var að kafa.