fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Pressan
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 04:09

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að líf karlmanns eins hafi umturnast í kjölfar þess að hann ákvað að láta gera DNA-rannsókn til að ganga úr skugga um að dóttir hans væri í raun dóttir hans. Hann hafði ákveðnar efasemdir um það vegna þess að honum þótti hún „of falleg“ til að svo gæti verið.

Mirror segir að maðurinn, sem býr í Víetnam, hafi efast um faðerni dótturinnar því „hún hafi hvorki líkst honum né eiginkonu hans“.

Í von um að hann hefði rangt fyrir sér lét hann gera DNA-rannsókn. Eins og hann hafði grunað, þá var niðurstaðan sú að hann væri ekki faðir stúlkunnar. Þetta varð til þess að hann var kaldur í garð eiginkonu sinnar og fjarlægðist hana mjög því hann taldi að hún hefði haldið framhjá honum.

Að lokum ákvað hann að taka málið upp við hana en hún þvertók fyrir að hafa haldið framhjá. Að lokum flutti hún frá honum og tók dótturina með.

En þar með var málinu ekki lokið því þegar stúlkan byrjaði í nýjum skóla kom sannleikurinn loks í ljós.

Hún komst þá að því að hún átti sama afmælisdag og ein bekkjarsystir hennar og að þær hefðu fæðst á sama sjúkrahúsinu.

Þær urðu vinkonur og buðu hvor annarri í afmæli og þar hittust foreldrar þeirra í fyrsta sinn. Móðir vinkonu hennar áttaði sig strax á að hún og stúlkan væru nauðalíkar. Hún ákvað því að gangast undir DNA-próf.

Þegar niðurstaða þess lá fyrir, var ljóst að stúlkunum hafði verið víxlað fyrir mistök við fæðingu. Því höfðu foreldrarnir alið upp „ranga“ stúlku.

Fjölskyldurnar hafa eytt miklum tíma saman eftir að þetta kom upp og hafa ákveðið að segja stúlkunum sannleikann þegar „rétti tíminn rennur upp“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mun algengara en talið var að dýr séu ölvuð

Mun algengara en talið var að dýr séu ölvuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eirglampi vakti athygli okkar“ – Leiddi til merkilegrar uppgötvunar

„Eirglampi vakti athygli okkar“ – Leiddi til merkilegrar uppgötvunar