Ben Ransom fréttamaður hjá Sky Sports telur ekki útilokað að Pep Guardiola taki við enska landsliðinu sumarið 2026.
Guardiola er að gera nýjan samning við Manchester City sem mun gilda til ársins 2027.
Í honum verður þó uppsagnarákvæði sumarið 2026. „Við vitum að Thomas Tuchel er með enska landsliðið fram yfir HM 2026 ef England kemst þangað,“ segir Ransom.
„Nýji samningur Pep er þannig að hann gæti rift samningi sínum á þeim tíma og tekið við enska liðinu.“
„Guardiola hefur tjáð mér það að hann vilji þjálfa landslið einn daginn þegar hann hættir með City.“