fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fredy Guarin fyrrum leikmaður Inter Milan reyndi að taka eigið líf, hann var langt leiddur alkahólisti og opnar sig nú um vandamálið.

Guarin hætti árið 2021 eftir farsælan 15 ára feril en hann lék með Inter, Porto og fleiri liðum.

„Ég varð frægur á Ítalíu en þá voru vandamálin byrjuð utan vallar,“ segir Guarin.

„Ég náði að stjórna þessu fyrst, ég var fullur tveimur dögum fyrir leik. Fór svo í leikinn og skoraði og við unnum.“

„Ég drakk heima, ég drakk á klúbbnum, ég drakk á veitingastöðum. Ég var með fjölskyldu og vissi að ég væri að gera mistök, bæði vegna vinnu og fjölskyldu.“

„Ég byrjaði að gera mistök í fótboltanum og í persónulega lífinu. Ég tapaði mér í áfenginu, Inter ákvað að láta mig fara vegna þess.“

Guarin var leikmaður Vasco da Gama í Brasilíu þegar COVID skall á heiminn og þá fór allt úr böndunum.

„Ég var mjög glaður fyrstu sex mánuðina þar en svo kom COVID og ég gekk í gegnum skilnað. Það komu dagar þar sem ég drakk 70 bjóra á degi.“

„Það var faraldur og engar æfingar, ég svaf hjá öllum þeim konu sem höfðu áhuga og var í ruglinu. ÉG leitaðist eftir áhættu, ég tók bara tíu daga fyllerí.“

„Ég bjó á 17 hæð og reyndi að henda mér út um gluggann, það var net fyrir gluggunum og ég fór til baka. Ég áttaði mig ekki á neinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga
433Sport
Í gær

Félag í neðstu deild vill ráða Steven Gerrard til starfa

Félag í neðstu deild vill ráða Steven Gerrard til starfa