Í hlaðvarpinu Dr. Football var rætt um þá staðreynd að Lárus Orri Sigurðsson sérfræðingur á Stöð2 Sport og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ eru frændur.
Lárus fór mikinn í gær í gagnrýni sinin á Age Hareide landsliðsþjálfara, frændi hans Þorvaldur þarf nú að taka ákvörðun um hvort reka eigi Hareide úr starfi eða ekki.
„Lárus Orri er að hjóla í Age, ég hef upplifað það allan tímann að honum er ekki vel við hann. Það er frábært sjónvarp,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti sínum í gærkvöldi.
Meira:
Lárus Orri tók Hareide af lífi í beinni í gær – „Hann mætir of seint á fjarfund“
Það mundi Hjörvar eftir þessu. „Eru þeir ekki skyldir, Lárus og Þorvaldur formaður. Þeir eru frændur, það er ættfræði í hausnum á mér.“
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis telur þó engar líkur á því að Lárus sé að tala fyrir Þorvald í máli sínu.
„Ég held að þetta sé ekki agenda gegn Age, hann hefur bara sínar skoðanir. Það er eðlilegt að Þorvaldur vilji kannski sinn mann, en ég myndi hafa Age.“