Stjórn KSÍ kemur til fundar á miðvikudag í næstu viku þar sem líklegt er að tekin verði ákvörðun um framtíð Age Hareide.
Fátt annað er rætt í íslenskum fótbolta en staða þjálfarans en sambandið hefur uppsagnarákvæði í samningi hans í lok nóvember.
Stjórnin fundaði síðast í lok október og var ekkert rætt um mál þjálfarans þá.
Búast má við að stjórnin fari gaumgæfilega yfir málin á miðvikudag í næstu viku og ákvörðun þar tekin.
Hareide hefur stýrt íslenska liðinu í eitt og hálft ár en skrifaði undir nýjan samning snemma á þessu ári. Sá samningur gildir út næsta ár en er með uppsagnarákvæði núna.
Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í gær sem gæti hafa verið síðasti leikur liðsins undir stjórn Hareide en ákvörðun um þetta ætti eins og fyrr segir að liggja í næstu viku.