Bjarni Benediktsson segir að hann muni sakna Katrínar Jakobsdóttur mest úr þingflokki VG fari svo að flokkurinn falli út af þingi. Þeim hafi verið vel til vina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skemmtiþættinum Af vængjum fram sem birtur var í dag á Vísi.
Þar spyr fréttamaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson leiðtogastjórnmálaflokkanna spjörunum úr á meðan þeir borða kjúklingavængi með sífellt sterkari kjúklingasósu.
Meðal eins liðs í þáttunum að þessu sinni eru hraðaspurningar. Þar spyr Oddur Bjarna í nýjasta þættinum að því hvers hann muni sakna mest úr þingflokki VG af þingi. „Katrín var góður vinur minn í þinginu,“ segir Bjarni þá. Bjarni og Katrín voru líkt og alþjóð veit saman í ríkisstjórn í sjö ár. Löngum hefur því verið haldið fram að náin vinátta þeirra og traust þeirra má milli hafi fyrst og fremst haldið ríkisstjórninni saman.
Eins og alþjóð veit féll ríkisstjórnin örfáum mánuðum eftir að Katrín steig til hliðar sem forsætisráðherra og skellti sér í forsetaframboð.