fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Gæsluvarðhald yfir stjórnlausum síbrotamanni stytt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur stytt gæsluvarðhald yfir síbrotamanni sem hlaut fyrr á þessu ári dóm fyrir fjölda brota og annað mál á hendur honum fyrir ítrekuð brot er nú til meðferðar í dómskerfinu. Meðan fyrrnefnda málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hélt maðurinn brotastarfsemi sinni áfram þar til hann var loks handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á þeim grundvelli að það væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hann héldi áfram að brjóta af sér. Má því með sanni segja að um hafi verið að ræða stjórnlausan síbrotamann.

Maðurinn áfrýjaði gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar 18. nóvember síðastliðinn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi setið samfleytt í gæsluvarðhaldi frá 3. ágúst síðastliðnum.

Fyrr í þessum mánuði var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna fjölda brota, aðallega þjófnaðarbrota. Einnig hefur hann verið ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota á Suðurlandi og er það mál til meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands.

Landsréttur tekur undir þá niðurstöðu héraðsdóms að líklegt sé að maðurinn muni halda áfram brotum meðan máli hans sé ekki lokið og því sé nauðsynlegt að hann sitji áfram í gæsluvarðhaldi, en þó skemur en héraðsdómur komst að niðurstöðu um.

Mætti ekki

Nánari lýsingar koma fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var upphaflega ákærður í 34 liðum vegna þjófnaða, umferðarlagabrota, brota á vopnalögum og loks brota á lögum um ávana- og fíkniefni en brotin voru framin á árunum 2020-2024. Maðurinn mætti hvorki við þingfestingu né aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi sem fram fór í júní síðastliðnum. Hann hélt brotastarfsemi sinni áfram þar til hann var handtekinn 2. ágúst í kjölfar þriggja þjófnaðarmála sem upp komu þennan sama dag. Maðurinn var síðan ákærður á ný í september síðastliðnum og í þetta sinn í 23 liðum fyrir þjófnaði, umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Voru þessi brot framin frá desember 2022 og allt þar til maðurinn var handtekinn 2. ágúst 2024.

Málin tvö voru sameinuð í eitt mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og maðurinn var sakfelldur og dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrr í þessum mánuði. Við meðferð málsins féll ákæruvaldið frá hluta ákæruliðanna 57 og maðurinn játaði sök í þeim ákæruliðum sem eftir stóðu,  fyrir utan einn sem varðaði fjársvik og líkamsárás. Sá dæmdi hefur frest fram í desember til að áfrýja dómnum til Landsréttar.

Málið á hendur manninum sem er til meðferðar á Suðurlandi, vegna ítrekaðra þjófnaðarbrota, verður næst tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands á föstudaginn.

Maðurinn hefur alls hlotið 10 dóma frá 2007, m.a. fyrir ítrekuð þjófnaðar- og umferðarlagabrot.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald fram til 18. apríl á næsta ári en Landsréttur stytti gæsluvarðhaldið töluvert og rennur það út 17. desember næstkomandi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin