fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Alma Möller: Seðlabankanum að þakka en ekki ríkisstjórninni að vextir eru farnir að lækka

Eyjan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 16:30

Lilja Alfreðsdóttir og Alma Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir telur evruna ekki henta okkur Íslendingum vegna þess hve hagsveiflan hér á landi sé ólík hagsveiflunni á evrusvæðinu. Hún gefur lítið fyrir það að Færeyjar eru með evru og öflugra hagkerfi en það íslenska. Alma Möller telur óvíst að Ísland uppfylli skilyrði fyrir aðildarviðræðum við ESB nú og segir svo margt þurfa að gera hér innanlands að málið sé ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili. Lilja og Alma mættust í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ204_NET
play-sharp-fill

HB_EYJ204_NET

Samfylkingin er auðvitað Evrópusinnaður flokkur en það eru svo mikil verkefni hérna núna að þau mál hafa verið lögð til hliðar um stundarsakir og ná örugglega ekki að komast á dagskrá á þessu kjörtímabili, en almennt, þessi plön sem Samfylkingin er með, þau eru til lengri tíma, þau eru hugsuð til tveggja kjörtímabila og það er jú þannig að það hefur skort bara mjög á framsýni í íslenskri pólitík þannig að allt það sem Samfylkingin vill gera er hugsað til lengri tíma. Það er ekki þannig að það verði allt gert í einu, heldur unnið jafnt og þétt í öruggum skrefum ...“

Ætlið þið þá að koma með aðild að Evrópusambandinu á öðru kjörtímabili,“ grípur Lilja fram í.

Ég er að segja að það er ekki núna á þessu kjörtímabili.“

Lilja segir Samfylkinguna tala tveimur tungum í þessu máli sem þurfi að vera mjög skýrt. Hún segist óttast dálítið þennan málflutning að segjast búin að setja þetta mál til hliðar. „Þetta er svo mikið hjartans mál hjá mörgum Íslendingum. Það er auðvitað þetta fullveldi og sjálfstæði, þessi sjálfsákvörðunarréttur, og ég hlakka til að fara dálítið út í gjaldmiðlamálin og segja mína skoðun á því.“

Það er bara svo mikið sem þarf að laga hér og ég er ekki viss um að við myndum uppfylla skilyrði fyrir viðræðum núna eins og staðan er, heldur þurfum við að laga til og síðan, af því talað er um þjóðarvilja og annað, þá er alveg ljóst að það er þjóðin sem ræður ferðinni og það yrði kosið áður en farið yrði í viðræður og í öðru lagi þá yrði auðvitað kosið eftir að viðræðum er lokið um þann samning sem lægi á borðinu,“ segir Alma.

Hún segir það alveg rétt varðandi gjaldmiðilinn að auðvitað væri þægilegra að mörgu leyti að vera á stærra myntsvæði upp á öryggi og samtryggingu og annað en samt eigi alveg að vera hægt að vinna með krónuna og ná tökum á ríkisfjármálunum.

Þáttastjórnandi bendir á að það hafi ekki gengið síðustu 100 árin.

Lilja bendir á að hún hafi numið við Columbia háskólann í New York, þar sem Robert Mundell, „faðir evrunnar“ var að kenna. „Ástæðan fyrir því að við erum skeptísk á evruna snýr að þessu hagkerfi, það er að segja að hagsveiflur í íslenska hagkerfinu annars vegar og hins vegar á evrusvæðinu þær fara ekki saman. Við höfum verið að upplifa hér sem betur fer meiri vöxt í hagkerfinu en evrusvæðið þannig að það er ekkert endilega víst að sú peningastefna sem er verið að iðka á evrusvæðinu eigi við um Ísland.“

Eitt svar: Færeyjar.

Ein hins vegar er það þannig að við höfum á undanförnum árum, bæði varðandi þjóðartekjur á mann, landsframleiðslu, fjölda þeirra sem eiga eigið húsnæði og annað slíkt, þar eru mælingar fyrir Ísland mjög góðar og ég er alveg ósammála mörgu af því, því miður, sem Alma er að segja, að við séum hérna í brjálaðri skuld, ég hef meiri áhyggjur af því að þau ætli að efna rosalegra skulda sem verður ekki gott fyrir hagkerfið. Ég held að að mörgu leyti þá gengur vel á Íslandi, en ég er hins vegar alveg sammála þáttastjórnandanum um það að raunvaxtastigið á Íslandi er of hátt. Við þurfum að ná því niður og út frá því hvernig þessar breytur eru að þróast þá er ég sannfærð um það að við munum sjá vexti lækka hratt eins og þeir hafa gert í löndunum í kringum okkur og ég fagna því að þetta sé einhvern veginn að ná góðri lendingu.“

„Jú, hlutir eru að þokast í rétta átt,“ segir Alma, „en ég held að það sé meira Seðlabankanum að þakka en stjórn ríkisfjármála. Eins og framsókn segir: Þetta er allt að koma, auðvitað vona ég að það sé rétt en það er mjög margt að í þessu samfélagi og það þarf að laga til. Samfylkingin er með plan og verður tilbúin til verka, fáum við til þess umboð.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture