Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað fyrirtækið GBN-2024 ehf. gjaldþrota. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 7. nóvember síðastliðinn og auglýstur í Lögbirtingablaðinu í dag. Skiptafundur er auglýstur þann 13. febrúar 2025.
Fyrirtækið, sem áður hét Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf, var stofnað utan um kírópraktorstarfsemi Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur undir áhrifavaldsnafni sínu Gummi Kíró. Nafni fyrirtækisins var breytt fyrir tæpum mánuði síðan, 23. október 2024. Tveimur vikum fyrir gjaldþrotið.
Gummi stofnaði fyrirtækið árið 2017 og stóð starfsemi þess allt til ársins 2023 þegar greint var frá því að stofan hefði sameinast annarri stofu, Líf Kírópraktík, sem er í 100% eigu Vignis Þórs Bollasonar og rekur stofur í Kópavogi, Selfossi, Egilsstöðum og Grundarfirði.
Starfsemin hófst í byrjun september 2023 en í ljósi áðurnefnds gjaldþrots er greinilegt að sameiningin hefur falist í því að Gummi hóf störf hjá Líf en reksturinn hefur ekki fylgt með.
View this post on Instagram