fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Ólga í Fjarðabyggð eftir uppsögn stjórnanda í félagsþjónustu – Saka bæinn um ófaglega og óvandaða stjórnsýslu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 11:00

Bæjarskrifstofan á Reyðarfirði. Mynd/Fjarðabyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar í Fjarðabyggð sakar bæjarstjórn um ófaglega og óvandaða stjórnsýslu. Staðan hennar var nýlega lögð niður og önnur manneskja ráðin í stöðu sem hún hafi þá þegar verið í.

„Hvernig stendur á því að jafn stórt og öflugt sveitarfélag og Fjarðabyggð, er með jafn ófaglega og óvandaða stjórnsýslu eins og síendurtekið er að koma fram,“ segir stjórnandinn, Inga Rún Beck, í færslu á samfélagsmiðlum. Málið hefur einnig verið til umræðu í íbúagrúbbu Fjarðabyggðar.

„Mér finnst að íbúar Fjarðabyggðar eigi rétt á að vera upplýstir um þau vinnubrögð sem viðhöfð eru innan stjórnsýslunnar,“ segir Inga Rún.

Boðið annað starf eða uppsögn

Samkvæmt ráðningarsamningi hafi frá 1. september árið 2022 var Inga Rún verið ráðin í stöðu stjórnanda félagsþjónustu og barnaverndar. Í lok október var hún kölluð til bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs án nokkurs fyrirvara. Þar var henni afhent bréf þess eðlis að vegna skipulagsbreytinga sé verið að leggja niður starf stjórnanda barnaverndar. Var henni boðin staða sem verkefnastjóri með sértæka ábyrgð í skólaþjónustu Fjarðabyggðar.

„Ég þáði ekki starfið af nokkrum ástæðum. Bæjarstjóri tjáði mér að ef ég myndi ekki taka þessa verkefnastjórastöðu, myndi taka við uppsagnarfrestur í þrjá mánuði,“ segir Inga Rún. Var henni sagt að þann 1. nóvember myndi núverandi stjórnandi stoð- og stuðningsþjónustu taka við starfsskyldum félagsþjónustu og barnaverndar. „Þetta þýðir sem sagt að það var verið að leggja niður stöðu sem var ekki til „stjórnandi barnaverndar“ og annar starfsmaður ráðin í stöðuna sem ég var þá þegar ráðin í,“ segir hún.

Fyrrverandi félagsmálastjóri gagnrýnir stjórnsýsluna

Breytingarnar voru samþykktar á aukafundi bæjarstjórnar þann 31. október síðastliðinn að tillögu stjórnkerfisnefndar. Var Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra falið að útfæra málið.

Fyrrverandi félagsmálastjóri, Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, vakti máls á þessu fyrr í mánuðinum í íbúagrúbbu Fjarðabyggðar.

„Nú skil ég ekki neitt í neinu,“ segir hún og vísar til aukafundarins, það er að barnaverndarmál yrðu sameinuð velferðarmálum og samþætting á þjónustu við börn færð undir einn stjórnanda. „En þetta stjórnandastarf hefur verið til undanfarin tvö ár og er enn inni á vefsíðu Fjb (Fjarðabyggðar). Var kannski búið að fjölga stjórnendum án þess að það færi í gegnum ráð og nefndir?“

Löglega ráðinn starfsmaður missti starfið

Bendir hún á að árið 2020 hafi staða félagsmálastjóra verið lögð niður og starfinu skipt upp í tvær stöður, það er stjórnanda félagsþjónustu og stjórnanda barnaverndar. Það fór í gegnum stjórnkerfisnefnd. Báðir stjórnendurnir hættu árið 2022 og þá var auglýst ein staða í félagsþjónustu og barnavernd.

„Þar virðist stjórnkerfisnefnd hvergi hafa komið við sögu þrátt fyrir breytingu á skipuriti,“ segir Helga. Síðan virðist enn hafa orðið breytingar á ábyrgðarsviði og málaflokkum sem heyrðu undir félagsþjónustu og barnavernd þegar verkefnum hafi verið dreift til annarra starfsmanna. Þá taki stjórnkerfisnefnd aftur til starfa og sameini málaflokka aftur undir einum stjórnanda þannig að ein staða hafi verið lögð niður. „Og það sem er klikkaðast við þetta allt saman er að starfsmaðurinn sem var löglega ráðinn í starf stjórnanda félagsþjónustu og barnaverndar missti starfið! Enn og aftur, ég er ekki að gagnrýna persónur heldur furðulega og ófaglega stjórnsýslu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi