fbpx
Þriðjudagur 19.nóvember 2024
433Sport

Elvar Geir skrifar – „Ætli það sé tilfinning beggja aðila að best sé að binda enda á samstarfið?“

433
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 10:26

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net veltir því fyrir sér í pistli hvort landsleikurinn gegn Wales í kvöld sé síðasti landsleikur Age Hareide í starfi.

Íslenska liðið mætir Wales í kvöld í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kemst í umspil um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„KSÍ og Hareide hafa ekkert viljað tjá sig um hvað gerist þegar samningur Hareide rennur út. Þorvaldur Örlygsson er sestur í formannsstólinn en það var Vanda sem valdi Hareide. Sjálfur hefur Hareide ekkert viljað tjá sig um það hvort hann hafi svo á annað borð áhuga á því að halda áfram,“ segir Elvar Geir í pistil á Fótbolta.net.

Umræðan um framtíð Hareide hefur í raun verið á flugi í heilan mánuð og Elvar veltir því fyrir sér hvort báðir aðilar vilji binda enda á samstarfið.

„Ætli það sé tilfinning beggja aðila að best sé að binda enda á samstarfið? Verður kannski bara fundað eftir þetta verkefni og spilin sett á borðið? Eins og oft í fótboltanum eru skiptar skoðanir á því hver sé rétti maðurinn í starfið, eins og sést bersýnilega á skoðunum fjölmiðlamanna og hlaðvarpsstjórnenda sem fjalla um landsliðið. Þetta er jú stærsta þjálfarastarf Íslands og augljóst að íslenskir þjálfarar girnast það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurparið í enska boltanum á von á sínu fyrsta barni saman

Ofurparið í enska boltanum á von á sínu fyrsta barni saman
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Freyr ræðir hvernig erfitt augnablik þjappaði leikmönnum saman

Freyr ræðir hvernig erfitt augnablik þjappaði leikmönnum saman
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppátæki Heimis rifjað upp – „Var einhver hér að panta pítsu?“

Uppátæki Heimis rifjað upp – „Var einhver hér að panta pítsu?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim fær varla krónu í janúar – Vonast til að hann geti kveikt í tveimur sem ekkert hafa gert

Amorim fær varla krónu í janúar – Vonast til að hann geti kveikt í tveimur sem ekkert hafa gert
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mjög líklegt að Neymar fari heim til Brasilíu í sumar

Mjög líklegt að Neymar fari heim til Brasilíu í sumar
433Sport
Í gær

Fyrrum atvinnumenn geta farið í nám

Fyrrum atvinnumenn geta farið í nám