fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Grindvíkingar eiga nú kost á takmörkuðum afnotum af húsum sínum í bænum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 10:20

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingar sem hafa selt Fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í Grindavík geta nú gert samning um afnot af húsinu, svokallaðan hollvinasamning. 

Frá og með deginum í dag geta þeir sem selt hafa Fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í Grindavík sótt um að gera samning um afnot af húsinu, svokallaðan hollvinasamning. Hollvinasamningur byggir á samstarfi félagins við seljendur húsa í Grindavík hvað varðar umhirðu, minniháttar viðhald og almennt eftirlit með eignunum. Forsenda er að öruggt sé talið að vera í eigninni og á lóðinni í kring. 

Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur” að leigja aðgang að húsinu sem félagið hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun gætt þess, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir fasteignafélagið því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega.  Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu.

Kostnaður við hollvinasamning er tvíþættur. Annars vegar borgar hollvinur mánaðarlegan kostnað af rafmagni og hita á fasteigninni. Hins vegar greiðir hollvinur 30.000 krónur einskiptis umsýslugjald þegar samningurinn er gerður.

Hægt er að sækja um að gera hollvinasamning hér.

952 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Nú hafa 952 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði borist Fasteignafélaginu Þórkötlu. Alls hafa 914 umsóknir verið samþykktar og þar af eru 46 umsóknir þar sem félagið féllst á að tímabundnar aðstæður hafi skýrt skráningu á lögheimili annars staðar en í hinni seldu eign. Þegar hefur verið gengið frá 907 kaupsamningnum. Þá hefur afhending farið fram í 823 tilvikum og 785 afsöl verið undirrituð.

Heildarfjárfesting félagsins í þeim 907 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa eru 69,5 milljarðar króna. Þar ef eru kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 48,3 ma. kr. og yfirtekin húsnæðislán um 21,2 ma. kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú