fbpx
Mánudagur 18.nóvember 2024
Fókus

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Fókus
Mánudaginn 18. nóvember 2024 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Gunnarsdóttir hefur sent frá sér reynslusöguna Staðráðin í að vera. Hér er á ferðinni saga ungrar konu sem að veikist skyndilega af ristilkrabbameini þegar hún er búsett í London. Hún er sálfræðingur að mennt og meistaranemandi í núvitund og notar þau verkfæri til að takast á við erfiðar meðferðir. Bókin fjallar líka um dramatískan skilnað, narsissisma og notkun hugvíkkandi efna til að takast á við áföll.

Í kynningu segir:

„Eva var heimavinnandi húsmóðir í London og gift íslenskum lögmanni þegar hún veikist skyndilega af ristilkrabbameini fertug að aldri. Engan grunaði að hún væri með krabbamein þar sem hún var langt undir meðalaldri og leit auk þess allt of vel út. Hún endar óvænt á Royal Free Hospital í Hampstead og vaknar eftir tvær neyðaraðgerðir með stóma. Við tekur ár af krabbameinsmeðferðum þar sem hún tekst á við þær með núvitund, sálfræði og samkennd í eigin garð en hún er sálfræðingur að mennt og meistaranemandi í núvitund þegar hún veikist. Þegar hún fer til Sri Lanka til að jafna sig eftir krabbameinsmeðferðirnar er skilnaður í uppsiglingu og hún kemst að því að narsissískur eiginmaður hennar er að halda framhjá henni. Eftir dramatíska atburðarrás endar hún á Íslandi án dætra sinna og svipt fjárhagslegu öryggi. Í kjölfarið fer hún að nota hugvíkkandi efni til að takast á við áföllin sem leið til heilunar og sjálfsvakningar.“

Útgáfuhóf framundan

Eva Gunnarsdóttir ætlar að fagna útgáfu bókarinnar í Hannesarholti á Grundavstíg 10 sunnudaginn 24. nóvember frá kl. 11 til 18.

Þar verður sýning á myndum sem voru teknar í sundlauginni á Hofsósi ásamt textabrotum úr bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekki allir sáttir með gestalistann hjá Gísla Marteini í kvöldi – „Hvað er að ykkur nöldrarar?“

Ekki allir sáttir með gestalistann hjá Gísla Marteini í kvöldi – „Hvað er að ykkur nöldrarar?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu