fbpx
Mánudagur 18.nóvember 2024
Pressan

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Pressan
Mánudaginn 18. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn í Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í tryggingasvindli sem sett var á svið fyrr á þessu ári.

Þannig er mál með vexti að lok janúar barst tilkynning um að bjarndýr hefði valdið miklum skemmdum á Rolls-Royce bifreið í Lake Arrowhead. Með tilkynningunni fylgdi myndband úr öryggismyndavél sem átti að sýna björninn, svokallaðan brúnbjörn, komast inn í bifreiðina og valda miklum skemmdum á innanstokksmunum.

Málið kom til kasta tryggingafélags eiganda bifreiðarinnar og var það mat sérfræðinga þar að um væri að ræða mann sem klæddur var eins og bjarndýr. Nokkur atriði lágu þessari ákvörðun til grundvallar; til dæmis sú staðreynd að brúnbirnir hafa ekki sést í Kaliforníu í meira en heila öld en þar er aðeins að finna svartbirni.

Lögregla hóf rannsókn málsins eftir að tryggingafélagið tilkynnti svikin og við leit á heimili eiganda bílsins fannst búningur sem líklega var notaður við verknaðinn. Þá kom í ljós að fleiri svik af þessu tagi höfðu komið upp um svipað leyti þar sem bjarndýr olli skemmdum á tveimur Mercedes-Benz bifreiðum.

Nú hafa fjórir menn, sem allir tengjast, verið ákærðir vegna gruns um samantekin ráð og fyrir að svíkja milljónir króna út úr tryggingafélögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var
Pressan
Fyrir 2 dögum

12 ára drengur blindur eftir að hafa borðað bara ruslfæði

12 ára drengur blindur eftir að hafa borðað bara ruslfæði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gátan sem aðeins 5% fólks geta leyst – Hún er í sjálfu sér mjög auðveld

Gátan sem aðeins 5% fólks geta leyst – Hún er í sjálfu sér mjög auðveld