Mats Hummels er að íhuga það að leggja skóna á hilluna eftir mjög erfiðan tíma hjá Roma á Ítalíu.
Sky Sports greinir frá en þar er greint frá því að ef ekkert gott tilboð komi á borðið þá ætli Þjóðverjinn að kalla þetta gott.
Um er að ræða reynslumikinn varnarmann sem hefur aðeins spilað 23 mínútur í deildinni á þessu tímabili.
Ivan Juric vildi lítið nota Hummels í öftustu línu en það gæti hins vegar breyst eftir komu Claudio Ranieri sem er nú tekinn við félaginu.
Hummels ætlar að skoða möguleika sína í janúar en hallast að því að leggja skóna á hilluna frekar en að finna sér nýtt félag.
Þjóðverjinn er 35 ára gamall og gerði garðinn frægan með bæði Borussia Dortmund og Bayern Munchen.