fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

500 þátttakendur á flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli (KEF) laugardaginn 16. nóvember 2024. Þátttakendur voru um 500 talsins. Flugslysaæfingar á KEF eru með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru á Íslandi, en æfingar af þessu tagi eru mikilvægur hluti af heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um er að ræða flugslys eða önnur hópslys sem geta orðið. 

Stór flugslysaæfing er haldin á 3-4 ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar eru haldnar á hverju ári. Síðasta flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli í október 2021. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Isavia og samstarfaðilar hafa haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Undirbúningur fyrir æfingar sem þessar hefst um þremur mánuðum áður en þær eru haldnar. Unnið er í nánu samstarfi við viðbragðsaðila á hverjum stað. Þar á meðal eru starfsmenn flugvallarins, almannavarnir, lögregla, slökkvilið, Landhelgisgæslan, sjúkraflutningsaðilar, starfsfólk sjúkrahúsa, björgunarsveitir, Rauði krossinn og rannsakendur.

Þátttakendur á æfingunni á KEF voru um 500 talsins, þar af um 100 sjálfboðaliðar sem léku slasaða. Sett var á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Til að gera vettvanginn sem raunverulegastan var kveikt í bílflökum sem voru sett upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Einnig voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Sjálfboðaliðar sem léku slasað fólk á vettvangi voru farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi.

„Það verður farið ítarlega yfir þau atriði sem gengur vel á þessari æfingu og einnig það sem betur mætti fara, mikilvægt er að nota þessa reynslu til að bæta viðbragðskerfið okkar.” segir Friðfinnur Freyr Guðmundsson, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og fulltrúi í æfingastjórn.

„Æfingarnar sem þessar eru afskaplega mikilvægar fyrir okkur á Keflavíkurflugvelli en einnig fyrir nærsamfélagið við alla flugvelli á Íslandi,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar á Keflavíkurflugvelli. „Það var afskaplega áhugavert að fylgjast með framgangi æfingarinnar í dag og gaman að sjá hvað allt gekk vel. Allir viðbragðsaðilar voru vel tilbúnir til að bregðast við og eru augsýnilega vel viðbúnir ef vá ber að höndum.“

„Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“

Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli. Á næsta ári verða æfingar á flugvöllunum í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mátti ekki vera með eina og hálfa milljón á sér í reiðufé

Mátti ekki vera með eina og hálfa milljón á sér í reiðufé
Fréttir
Í gær

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar