Marcus Rashford fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Manchester United í gær eftir að mynd af honum á körfuboltaleik var birt.
Þar má sjá Rashford á leik New York Knicks í Bandaríkjunum en liðið mætti Brooklyn Nets í NBA deildinni.
Rashford var mættur í sínu fínasta og ákvað að skella sér til Bandaríkjanna á meðan landsleikjahléð er í gangi.
Rashford var mikilvægur leikmaður enska landsliðsins um tíma en eftir erfitt gengi hjá United hefur hann misst sæti sitt.
‘Þvílíkur trúður,’ skrifar einn við færslu Knicks og taka fleiri undir: ‘Í stað þess að vera á æfingu og bæta færanýtinguna þá er hann í New York að horfa á körfuboltaleik.’
Annar segir: ‘Af hverju er hann ekki á æfingu? Hann er ekki tilbúinn fyrir Ruben Amorim heldur er hann upptekinn á körfuboltaleik.’
Rashford hefði getað nýtt alla daga á meðal landsleikirnir eru í gangi til að kynnast einmitt Amorim betur sem var að taka við enska félaginu af Erik ten Hag.
.@ManUtd‘s Marcus Rashford is in the building for Nets-Knicks ⚽️
(via @nyknicks) pic.twitter.com/Vn0YoySNhC
— Knicks Videos (@sny_knicks) November 16, 2024