Arsenal gæti eignast stærsta leikvanginn í ensku úrvalsdeildinni á næstu árum en þetta kemur fram í Bloomberg Business.
Þar er greint frá því að Arsenal sé að skoða það að stækka völl sinn, Emirates, sem tekur í dag um 60 þúsund manns.
Arsenal vill stækka völlinn í 80 þúsund sem myndi gera hann að þeim stærsta í allri úrvalsdeildinni.
Það yrði þó enn einn völlur stærri á Englandi eða Wembley völlurinn en það er heimavöllur enska landsliðsins.
Old Trafford, heimavöllur Manchester United, er í dag stærsti völlur Englands og tekur um 75 þúsund manns í sæti.
Emirates er þessa stundina í fimmta sætinu á listanum yfir þá stærstu á eftir Tottenham, West Ham og Liverpool.