Íslenska landsliðið vann mjög góðan 0-2 sigur á Svartfjallalandi í kvöld í Þjóðadeildinni. Fram undan er úrslitaleikur við Wales um að fara í umspil um laust sæti í A-deildinni.
Þetta var annar sigur íslenska liðsins í riðlinum en báðir sigrarnir hafa komið gegn Svartfellingum.
Wales er að gera jafntefli við Tyrkland í kvöld en Wales er með níu stig í riðlinum en Ísland með sjö stig, leikurinn á þriðjudag fer fram í Wales.
Íslenska liðið var taktlaust framan af leik en í síðari hálfleik náði liðið betri stjórn og Orri Steinn Óskarsson og varamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði seinna markið.
Einkunnir 433.is eru hér að neðan.
Einkunnir:
Hákon Rafn Valdimarsson – 8
Stóð vaktina vel og af miklu öryggi þrátt fyrir litla leikæfingu.
Valgeir Lunddal – 7
Fínast leikur hjá bakverðinum sem er að komast betur inn í hlutina.
Sverrir Ingi Ingason – 8 – Maður leiksins
Kraftmikill og hugaður, steig upp þegar pressa var á liðinu.
Aron Einar Gunnarsson (´19)
Spilaði of lítið til að fá einkunn
Logi Tómasson – 7
Góður leikur Loga sem verður því miður í banni í næsta leik.
Jóhann Berg Guðmundsson – 8
Var á kantinum sem við höfum ekki séð lengi í landsliðinu, gerði vel og vann boltann á góðum stað sem setti okkur af stað í annað markið
Arnór Ingvi Traustason – 8
Gerði vel stærstan hluta leiksins.
Stefán Teitur Þórðarson (´68) – 6
Hefur verið frábær og var ágætur í dag en getur betur, við höfum séð það undanfarið.
Jón Dagur Þorsteinsson (´68)- 6
Yfirleitt er Jón Dagur í sviðsljósinu í leikjum en hann átti ekki sinn besta dag í dag.
Andri Lucas Guðjohnsen – 7
Kröftugur allan leikinn og lagði upp gott mark.
Orri Steinn Óskarsson – 8
Skoraði gott mark sem hækkar einkunn hans, hefði getað skorað fleiri.
Varamenn:
Guðlaugur Victor Pálsson (´19) 7
Ísak Bergmann Jóhannesson – (´68) 8
Mikael Egill Ellertsson (´68) 7