fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Eyjan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 17:00

Inga Sæland. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Ein pæling. Óhætt er að segja að Inga hafi eins og hennar er von og vísa talað tæpitungulaust í þættinum og verið á köflum stóryrt. Hikaði hún ekki við að svara stjórnanda þáttarins Þórarni Hjartarsyni fullum hálsi ef henni þótti hann ganga of langt með spurningum sínum og fullyrðingum og var meðal annars ekkert feiminn við að segja honum hreinlega að þegja.

Í viðtalinu benti Þórarinn á það að Inga og hennar flokkur vildu stemma stigu við komu innflytjenda til landsins en um leið leysa manneklu í ýmsum störfum í grunnþjónustu, til að mynda í leikskólum. Inga svaraði á móti að á seinni hluta síðustu aldar hafi búið færra fólk á Íslandi en samt verið hærra þjónustustig víðast hvar um landið og minntist Inga sérstaklega á sinn heimabæ, Ólafsfjörð, í þessu samhengi. Þórarinn svaraði þá á móti að veruleiki þessa tíma hafi verið á köflum verið grimmari:

„Inga, þú ert að tala um veruleika þar sem fatlað fólk var geymt í búrum.“

Við þessi orð fauk í Ingu:

„Æ, góði þegiðu. Ég var sjálf fötluð og lögblind og allt þetta og ég var ekki í neinu búri frekar en mjög fatlaður bróðir minn. Hættu þessu. Þetta er bull. Heldurðu að ég sé að fara að skjóta okkur til Kína fyrir 200 árum?“

Ill meðferð og bakgrunnsskoðun

Þórarinn vísaði þá til Kópavogshælis sem dæmis um að fatlað fólk hafi áður verið beitt ómannúðlegri meðferð á Íslandi. Hann vísaði einnig til ýmissa meðferðar- og vistheimila, sem rekin voru af ríkinu, þar sem kom síðar í ljós að hefði viðgengist ill meðferð og hreinlega ofbeldi og vegna þessa hafi fyrrum vistmönnum verið greiddar bætur. Inga var fljót til svars og sagði þetta vissulega rétt:

„Auðvitað eru skíthælar sem að þjónusta fólk út um allt. Auðvitað hafa jafnvel barnaníðingar valist í það að vera aðallega að vinna með börnum og sækja í það að vinna með börnum. Það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem að ráða svona fólk að skoða bakgrunninn vel. Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér hvaða raunverulega mann þú hefðir að geyma þó þú brosir svona fallega og sért alltaf svona góður og elskulegur. Kannski ertu bara hið mesta fól. Ég sé það ekki neitt … Ég veit ekki nema þú færir út núna og sparkaðir í lítinn hund til dæmis. Ég veit það ekki það sést ekki á þér.“

Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Myrkur og óöld í heimi án Evrópusambands

Haraldur Ólafsson skrifar: Myrkur og óöld í heimi án Evrópusambands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir stjórnlynda hagfræðinga á borð við Kristrúnu stórhættulega – „Með því að ofmeta sjálfa sig“

Segir stjórnlynda hagfræðinga á borð við Kristrúnu stórhættulega – „Með því að ofmeta sjálfa sig“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“