Þýska liðið St. Pauli er fyrsta stóra knattspyrnufélagið til að yfirgefa samskiptamiðilinn X sem hét áður Twitter.
St. Pauli greinir frá þessu á síðu sinni á X og ætlar að færa sig yfir á nýjan miðil sem ber nafnið BlueSky.
St. Pauli spilar í Þýskalandi og er ansi stórt félag en aðgangur liðsins var stofnaður árið 2013 og er með 250 þúsund fylgjendur.
Ástæðan er eigandi X, Elon Musk, sem er umdeildur á meðal margra og hefur gert ansi margar og óvinsælar breytingar eftir að hafa tekið yfir miðilinn.
Aðgangi St. Pauli verður ekki eytt endanlega en félagið mun hins vegar ekki birta nýjar færslur fyrir sína stuðningsmenn.
Færslu félagsins má sjá hér.
FC St. Pauli will no longer post on X. Our statement on why we are withdrawing can be found here:https://t.co/opQT3as08w
We’re moving to BlueSky and you are all welcome to join us. We’re done here.#fcsp #musk
— FC St. Pauli English (@fcstpauli_EN) November 14, 2024