Vængmaðurinn Antony hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir brottför Erik ten Hag sem var við stjórnvölin hjá félaginu.
Ten Hag var rekinn frá United á dögunum en hann var maðurinn á bakvið komu Antony til Englands.
Ruben Amorim er nú tekinn við en litlar líkur eru á að hann muni treysta á Brasilíumanninn á tímabilinu.
Blaðamaðurinn Jorge Nicole segir að það sé ekki rétt að Antony sé að leita að útkomuleið í janúar og að hann sé ánægður með lífið í Manchester.
Antony vonast til að fá tækifærið undir Amorim eftir að hafa spilað mjög lítið síðustu mánuði undir Ten Hag.
Antony kostaði United háa upphæð en hann hefur verið orðaður við heimalandið – samningur hans rennur út 2027.