Willum Þór Þórsson heilbrygðisráðherra var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var farið um víðan völl í þættinum og meðal annars rætt um Chelsea, en Willum er mikill stuðningsmaður liðsins. Hann segir að það hafi ekki skemmt fyrir þegar Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir félagsins.
„Hann kom heim á sumrin og æfði með okkur. Hann gaf ekkert eftir og lyfti öllu upp á æfingunum,“ sagði Willum, en hann þjálfaði KR á þessum tíma.
„Það var sérstaklega skemmtilegt að halda með Chelsea þegar hann var í liðinu.“
Willum var spurður út í stöðuna á liðinu í dag, en það hefur farið vel af stað undir stjórn Enzo Maresca.
„Mér líst mjög vel á þetta, allavega betur en með Pochettino og liðið í fyrra. Það lið var ekki að fara að gera neitt.“
Nánar er rætt um Chelsea í spilaranum.