fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2024 21:19

Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Samningurinn tryggir þessa þjónustu við íbúa á Austurlandi, eins og segir í tilkynningu.

Fyrirkomulag þjónustunnar felur í sér að augnlæknar verða með móttöku á Egilsstöðum, fimm daga í senn, fimm til sjö sinnum á ári. Þess utan veita þeir fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað sem heilbrigðisstofnun Austurlands hefur nýlega fest kaup á. Heilbrigðisstofnunin verður jafnframt með sérþjálfaðan starfsmann sem sinnir þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. 

Miklar vonir eru bundnar við þessa nýju þjónustu, þar sem um nokkurt skeið hefur ekki verið þjónusta augnlækna á Austurlandi. Augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni eru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis sem gengið hefur vel.

„Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu. Samningurinn við sérgreinalækna er mikilvægur liður í þessu en honum er m.a. ætlað að styðja við framþróun í þjónustu sérfræðilækna með áherslu á nýsköpun og stafræna þróun,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. „Þessi samningur getur jafnframt orðið fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land.“

Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær.
Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær.

Stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni 

,,Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð.Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,segir Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.

,,Við hjá HSA höfum fundið verulega fyrir því að þjónustu augnlækna hefur vantað á svæðið og því hafa margir þurft að fara um langan veg til þess að fá þjónustu augnlækna og því miður margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. Nú sér fyrir endann á því með þessu spennandi verkefni sem nú er farið í gang,segir Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta