fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni

Pressan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rjúfa þurfti þingfund í Nýja Sjálandi eftir að þingmenn sem koma úr hópi frumbyggja, Maóríar, stigu stríðs-haka í mótmælaskyni. Tilgangurinn með uppþotinu var að hindra atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp um 184 ára sáttmála milli Breta og Maóría. Margir maóríar telja frumvarpið grafa undan réttindum frumbyggja, sem eru um 20% af íbúum landsins.

Sáttmálinn var fyrst undirritaður árið 1840 milli bresku krúnunnar og rúmlega 500 ættbálkahöfðingjum maóría. Þessi sáttmáli er enn notaður í dag þegar kemur að því að túlka lög og við stefnumótun. Sumum finnst sáttmálinn grafa undan réttindum þeirra sem ekki eru af ættum frumbyggja. Þar með hafði þingmaður úr flokknum ACT New Zealand lagt fram frumvarp um að sáttmálinn yrði eftirleiðis túlkaður með þrengri hætti en áður.

Þingmaðurinn Hana-Rawhiti Maipi-Clarke fór fyrir haka gjörningnum. Hún byrjaði á því að rífa frumvarpið í tvennt áður en hún hóf stríðssönginn og tóku þá aðrir maóría þingmenn undir sem og áhorfendur í þingsal. Hundruð frumbyggja hafa lagt að stað í níu daga mótmælagöngu sem kallast hikoi. Gangan mun ná til höfuðborgarinnar á þriðjudaginn og þar mun svo fara fram fjölmennur mótmælafundur í kjölfarið.

Haka er athafnadans sem er gjarnan stiginn á samkomum Maóría. Dansinn er oft stiginn til að bjóða gesti velkomna, til að fagna stórum áföngum í lífinu eða við jarðarfarir. Dansinn hefur oft ranglega verið kallaður stríðsdans, en í raun er Haka regnhlífarhugtak yfir marga ólíka dansa Maóría. Einn dansinn ngeri var notaður til að hvetja stríðsmenn til dáða en svo er Manawa wera haka dans sem er stiginn við jarðarfarir eða aðra viðburði þar sem dauðinn kemur við sögu. Stríðs haka, peruperu, var stiginn af stríðsmönnum fyrir bardaga til að ógna óvininum og minna á styrk Maóría.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi