fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarverkfræðingurinn Jörgen Ingimar Hansson hefur undanfarin ár verið gagnrýnin á íslenska dómskerfið. Hann telur dómstóla starfa eftir úreltum reglum og að þar sé hagsmunum almennra borgara ekki gætt í hvívetna. Hann hefur meira að segja skrifað bók um málið sem kallast Réttlæti hins sterka. Ingimar telur réttarkerfið óréttlátan leikvöll þar sem ríkir einstaklingar geta teygt og togað mál, þreytt þannig fátækt fólk svo réttlætið nái ekki fram að ganga. Nýlega beindi hann svo sjónum sínum að stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum í grein sem birtist hjá Vísi og varð Jörgen þar með óvænt hetja íslenskra baráttukvenna.

Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, deildi grein Jörgens inn á Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu. Þar þakkaði hún Jörgen fyrir ánægjulegt innslag í baráttuna.

„Ótrúlega flott að sjá karlmann skrifa svona öflugan pistil um hversu brotið réttarkerfið er. Hann hefur verið að skrifa skoðanapistla í dágóðan tíma á Vísi og gaf út bókina Réttlæti hins sterka – ádeila á dómskerfið og Alþingi í fyrra.

Þess má geta að ég þekki manninn ekki neitt en mér finnst alltaf ánægjulegt þegar fólk tekur að sér að benda á þetta mjög svo óréttláta réttarkerfi sem við búum við. Því er vert að deila og vekja athygli á því þegar hanskinn er tekinn upp fyrir þolendur.
Takk Jörgen Ingimar Hansson !“

Af athugasemdum má dæma taka fleiri undir með Guðnýju og segja Jörgen hafa komið með mikilvægar ábendingar. Eins og til dæmis hvað það tekur lögreglu gjarnan langa tíma að taka skýrslu af sakborningum í kynferðisbrotamálum. Athyglisvert sé að lögregla lýsir með miklum hraði eftir vitnum af árekstrum, ef það eitt hefur átt sér stað að þeim sem komu að árekstrinum greinir á um hvað gerðist. Hins vegar sé það sama ekki uppi þegar kemur að kynferðisbrotum. Þá sé ekki auglýst eftir vitnum og ekki sett sama áhersla á skýrslutöku.

Ein skrifaði um Jörgen: „Hvaða snillingur er þetta? Okkur vantar hann hingað í hópinn“

Heiða Björk Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur líka deilt grein Jörgens og þakkar honum fyrir. Vekur hún sérstaklega athygli á niðurlagi greinarinnar þar sem Jörgen spyr hvers vegna fólki detti til hugar að konur ljúgi til um nauðgun þegar jafn fáum slíkum málum lýkur með sakfellingu og raun ber vitni.

Femíníska vefritið Knúz hefur líka deilt greininni þar sem athygli er vakin eftirfarandi málsgrein: „Afleiðingar þessara dómsmála hafa í sumum tilfellum verið þær að stúlkur sem hafa tapað slíkum málum hafa orðið að flýja héraðið sem þær áttu heima í eða jafn­vel landið. Hefðin er nefnilega sú að kenna stúlkunum um jafnvel þannig að þær hafi logið eða blásið málið upp þó öllu venjulegu fólki virðist líklegast að meintur gerandi eigi sökina.”

Jörgen fékk líka hrós inn á Facebook-hópnum Hrós dagsins í gær, fyrir að kynna sér málaflokkinn og láta sig varða. Skrifar þar ein: „Vá! Maður fær bara kusk í augað af þakklæti fyrir þessi skrif.“

Eins og hér hefur verið rakið hefur greinin farið á mikið flug og hefur verið deilt af fjölda fólks sem tekur undir með Jörgen um að staða kvenna í kynferðisbrotamálum sé óásættanleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enginn á roð í Mbappe
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Í gær

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“