fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, ræddi málið sem varðar leyniupptökur njósnafyrirtækisins Black Cube á samræðum við son Jóns Gunnarssonar þingmanns, á Rás 2 í morgun. Upptökurnar yoru fréttaefni á Heimildinni í vikunni og hefur málið vakið gífurlega athygli.

Aðalsteinn segist ekkert hafa komið að upptökunum sjálfur og ekki hafa hugmynd um hver gerði þær:

„Ég hef ekki hugmynd um þetta ísraelska njósnafyrirtæki. Staðreyndin er sú að ég vakna á fimmtudagsmorgun með sendingu í tölvupóstshólfið mitt, þar sem eru myndbönd, sem sýna samtal, sem ég hlusta á og sé strax að á óumdeilt erindi til almennings. Þá hefst bara strax vinna við þetta. Það er annar blaðamaður sem vinnur hjá okkur sem fær sömu upplýsingar úr annarri átt. Við förum þá að vinna þetta saman. Það sem birtist á þessum upptökum, ef við förum yfir það á hundavaði því þetta er langt og ítarlegt, en til þess að gera einfalt, að þá er þarna maður sem er ekki bara einhver maður heldur fyrrverandi talsmaður hvalveiðigreinarinnar, þá hrefnuveiðimanna, að ræða við mann sem hann telur vera að fara að fjárfesta hjá sér fyrir milljarða króna. Erlend fjárfesting sem hann sjálfur ætlaði að hagnast verulega á í gegnum þóknanir sem fasteignasali. Þarna er hann að bjóða fram, algjörlega að eigin frumkvæði og á eigin forsendum, mjög nákvæmlega og ítarlega mynd af sínum pólitísku tengingum. Og þessar pólitísku tengingar eru í gegnum pabba sinn, sem hefur nú verið mjög duglegur að tala máli sonar síns, enda eru þeir viðskiptafélagar, og Jón Gunnarsson þegar hann var ráðherra sjálfur, þá tók hann málefni sonar síns og hans hvalveiðiútgerðar upp í ríkisstjórn. Þannig að þetta er nú ekki meira maður út í bæ en svo. Og þarna er hann, eins og hann segir, að gera sig breiðan gagnvart erlendum fjárfesti með því að bjóða fram að eigin frumkvæði mjög ítarlegar upplýsingar um einhvern baktjaldasamning sem að Jón Gunnarsson hafði gert við forsætisráðherra, þar sem þeir eru að skiptast á greiðum. Þetta er í rauninni ekki mikið flóknara en það.“

Aðalsteinn var spurður hvort þessar upplýsingar væru góðar, margir hafi bent á að sonur Jóns hafi verið að gera sig breiðan í samræðum við aðila sem hann taldi vera erlenda stórfjárfesta, og hann hafi verið að fara með fleipur um föður sinn. Aðalsteinn svaraði þessu svona:

„Þessar upplýsingar eru góðar. Þegar blaðamenn meta upplýsingar þá er að sjálfsögðu horft til þess hvernig upplýsingarnar verða til að einhverju leyti, en það sem ræður för er upplýsingagildið fyrir almenning. Ég hef ekki heyrt neinn draga það í efa að þessar upplýsingar hafi átt að koma fyrir almenning og almenningur og kjósendur ættu að fá að vita hvað þarna fer fram. Því hefur verið haldið fram að þarna sé verið að taka einhvern dreng, pilt, og blekkja hann. Gunnar Bergmann er 46 ára fasteignasali, sem hefur verið í tengslum við þrjár ólíkar hrefnuútgerðir. Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishléi í M.R. Þetta er ekki þannig. Og þeir eru viðskiptafélagar báðir tveir. Og líka þessi punktur: Jón Gunnarsson segir að sonur sinn hafi hreinlega verið að ljúga. Þá horfum við á aðra mynd sem er líka fréttnæm, að það sé maður sem hefur einhver pólitísk tengsl sem hann ætlar að gera út á, til þess að afla sjálfum sér tekna, við erum að tala um milljónir í tekjur af þessum fasteignadíl, sem hann taldi sig vera að liðka þarna fyrir. Þannig að þá er verið að ljúga upp á forsætisráðherra og mann sem starfar í hans umboði til að afla sjálfum sér tekna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni