fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Eyjan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, um spillingu út af upplýsingafund sem hún hefur boðað í dag um málefni landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun.

Guðrún boðaði til fundarins ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. Fundurinn hefst klukkan 11 að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar verður kynnt stefna stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun í málefnum landamæra.

Björn Leví spyr á Facebook hvort ríkislögreglustjóri sé komin í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki sé eiginleg ríkisstjórn við völd í landinu í dag heldur starfsstjórn. Ráðherra í slíkri stjórn eigi ekkert með að vera að tilkynna einhverja framtíðarstefnu um landamærin, nema að slíkt sé í beinum tengslum við framboð viðkomandi til þings og stefnumál fyrir kosninga. Ráðherra í starfsstjórn hafi ekkert umboð til stefnumótunar og hvað þá í liði með ríkislögreglustjóra. Þetta sé dæmi um spillingu og misnotkun á völdum.

„Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum?

Dómsmálaráðherra í starfsstjórn er ekkert að kynna neina stefnu nema sem frambjóðandi til kosninga fyrir næsta kjörtímabil. Ráðherra hefur ekkert umboð til neinnar stefnumótunar – og hvað þá að ríkislögreglustjóri hjálpi til í þeirri kosningabaráttu.

Það sjá kannski ekki allir hvernig svona viðburður er spilling. En svona misnotkun á völdum er það nú samt.“

Það væri ekkert að því að ráðherra boði til fundar um stefnumál sín sem frambjóðandi. En að mæta með ríkislögreglustjóra sér til stuðnings sé of langt gengið og mismuni öðrum frambjóðendum sem hafi ekki sömu völd til að koma stefnumálum sínum á framfæri.

„Það væri ekkert að því að dómsmálaráðherra myndi boða til fundar um stefnumál sín sem frambjóðandi. En þegar hún mætir með ríkislögreglustjóra sér til stuðnings þá er það skrefi of langt. Hvaða aðrir flokkar hafa möguleika á því að fá opinbera aðila eins og lögregluna með sér í kosningabaráttuna? Gætu Píratar fengið landlækni til þess að mæta á fund um afglæpavæðingu og skaðaminnkun og styðja framboðið? Nei, auðvitað ekki. Það væri óviðeigandi.

Alveg eins og þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pettersen til Eyja?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?