fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Mogginn leggst gegn þéttingu byggðar í Grafarvogi – „Nóg er komið af háu hús­næðis­verði og eyðilegg­ingu grænna svæða“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform borgarstjórnarmeirihlutans um þéttingu byggðar í Grafarvogi hafa mælst misvel fyrir og vakið mótmæli íbúa. Morgunblaðið leggst gegn þessum áformum í leiðara blaðgsins í dag. Þar segir:

„Gríðarleg óánægja hef­ur brot­ist fram í Grafar­vogi vegna yf­ir­gengi­legra þétt­ingaráforma borg­ar­yf­ir­valda í hverf­inu. Á síðustu dög­um hafa verið haldn­ir þar tveir fund­ir sem sam­tals nærri þúsund íbú­ar sóttu, sem lýs­ir vel óánægj­unni í átján þúsund manna hverfi.

Óánægj­an er til kom­in vegna þess að borg­ar­yf­ir­völd hyggj­ast ganga mjög á græn svæði í hverf­inu og fjölga íbú­um um átján þúsund manns sam­kvæmt mati íbúa­sam­tak­anna, sem fengu ekki svör frá borg­inni um áætlaðan fjölda á fyr­ir­huguðum þétt­ing­ar­reit­um svo að íbúa­sam­tök­in áætluðu fjöld­ann sjálf út frá for­send­um um fyr­ir­hugaða fjölg­un íbúða. Inni í þess­ari tölu er upp­bygg­ing í Keldna­landi, sem íbú­ar ótt­ast að þrengi meðal ann­ars að um­ferð til og frá hverf­inu.“

Mogginn segir að áformin séu í samræmi við stefnu borgarinnar undanfarin ár undir forystu Dags B. Eggertssonar, sem haldi áfram þó að hann hafi yfirgefið borgarstjórastólinn. Stefnan hafi leitt til hækkunar húsnæðisverðs og aukinnar verðbólgu og hafi orðið þjóðinni dýrkeypt. Ekkert bendi til að borgastjórnarmeirihlutinn ætli að hverfa frá þessari stefnu sem hafi fækkað grænum svæðum og dregið úr lífsgæðum.

Segir að hverfa þurfi frá þessari þéttingarstefnu en ekkert bendi til að það sé í spilunum:

„Íbúar Grafar­vogs og Reykja­vík­ur allr­ar eiga skilið að borg­ar­full­trú­ar, ekki síst þeir sem nú sækj­ast eft­ir að ger­ast einnig þing­menn Reykja­vík­ur, end­ur­skoði af­stöðu sína til ofurþétt­ing­ar í borg­inni. Nóg er komið af háu hús­næðis­verði og eyðilegg­ingu grænna svæða. Kredd­urn­ar verða að víkja áður en tjónið verður óbæt­an­legt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu