Það er gríðarlega gott að vinna með Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea, Inter, Real Madrid, Manchester United og Tottenham, að sögn Diego Milito.
Milito og Mourinho náðu mjög vel saman á sínum tíma hjá Inter en þeir unnu þrennuna og þar á meðal Meistaradeild Evrópu.
Mourinho virðist oft mjög súr og reiður opinberlega en Milito segir að það sé allt annað að ræða við Portúgalann þar sem myndavélarnar eru hvergi sjáanlegar.
Milito dýrkaði það að vinna með Mourinho og var stóð ástæða fyrir því að hann ákvað að semja við Inter árið 2009.
,,Hann er einn maður utan vallar en annar maður í búningsklefanum, hann er allt öðruvísi,“ sagði Milito.
,,Að utan þá lítur hann út fyrir að vera djöfullinn og gerir allt til að vernda sína leikmenn og minnka pressuna en að innan þá er hann mjög vingjarnlegur náungi.“
,,Hann var stórkostlegur fyrir mig. Þegar ég skrifaði undir hjá Inter þá hringdi hann í mig og bauð mig velkominn og ég gaf það í skyn að ég væri til í treyju númer 22.“
,,Það númer var í eigu Paolo Orlandini á þessum tíma svo ég sagði við hann að númerið myndi ekki skipta öllu máli en Jose sagði mér að slaka á.“
,,Paolo sagði síðar við mig að Mou hefði beðið hann um greiða, að velja annað númer. Að lokum þá fékk ég treyjuna sem ég vildi frá byrjun.“