fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hrein klikkun: Gengu á línu á milli loftbelgja í tveggja og hálfs kílómetra hæð

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 16. nóvember 2024 20:00

Þetta er ekki fyrir alla. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þýskir ofurhugar settu nýlega heimsmet þegar þeir gengu á línu á milli tveggja loftbelgja í tveggja og hálfs kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Myndbandið af afrekinu hefur vakið óhug hjá mörgum.

Mennirnir heita Friedi Kuehne og Lukas Irmler og eru margreyndir línudansarar, eða línugöngumenn. Þeir eiga báðir mörg heimsmet í greininni. Árið 2019 setti Irlmer heimsmet í vegalengd línugöngu, það er tveir kílómetrar. Kuehne hefur sett met í línugöngu án öryggisbúnaðar, meðal annars 110 metra ganga í 250 metra hæð árið 2017.

Það er ekki nýtt af nálinni að ganga á milli tveggja loftbelgja. Fyrra heimsmet var sett í Brasilíu árið 2021, en það var í 1,9 kílómetra hæð.

Fór í splitt

Ofurhugarnir slógu metið svo um munaði, það er fóru 600 metrum hærra til að ganga á milli belgjanna. Deildu þeir myndbandi af afrekinu á samfélagsmiðlum og hefur myndbandið farið um netheima eins og eldur í sinu.

Belgirnir svífa hátt yfir skýjahulu og í fjarska sést glitta í fjallstoppa. Ekki fannst Kuehne og Irmler nóg að ganga á milli heldur gerðu þeir ýmsar listir, svo sem að „fara í splitt“ á miðri línunni. Fagnaði Irmler mikið þegar hann komst í gegnum þessa þrekraun.

Í myndbandinu sést að það er nokkuð vindasamt í þessari hæð. Hafa ber í huga að báðir voru Þjóðverjarnir með öryggisbúnað. Irmler var með taug fasta í línuna þannig að ef hann hefði fallið þá hefði taugin gripið hann. Kuehne var með fallhlíf og í myndbandinu sést hvernig hann lætur sig falla af miðri línunni. Á jörðinni féllust þeir svo í faðma og fögnuðu vel og innilega.

„Grey mæður þeirra!“

„Ég myndi þurfa meira eitthvað reipi og klemmu til þess að reyna þetta. Fallhlíf væri betri,“ sagði einn netverji í athugasemdum við myndbandið sem hefur fengið mikil viðbrögð.

„Ég sé að þetta mun koma fyrir í martröðunum mínum,“ sagði annar.

Sá þriðji gat varla horft. „Hendurnar á mér eru að svitna. Grey mæður þeirra!! Guð minn góður!! Hvílíkt stress,“ sagði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur