Manchester United íhugar að skera niður fjárveitingar sem þeir gefa samtökum fatlaðra stuðningsmanna sinna.
Daily Mail segir frá en þetta er hluti af fjölmörgum sparnaðaraðgerðum féalgsins eftir að Sir Jim Ratcliffe og hans fólk fór að stýra félaginu.
United hefur á undanförnum árum látið MUSDA fá 40 þúsund pund til að halda úti starfsemi en nú verða það 20 þúsund pund á ári.
Markmið Ratcliffe er að losa um peninga til að eyða í leikmannahóp félagsins og tryggja betri fjárhagsstöðu.
Ratcliffe ákvað á dögunum að reka 250 starfsmenn frá United til að skera niður kostnað.