Cole Palmer, stjarna Chelsea, viðurkennir að hann hafi verið pirraður í sumar er England spilaði á EM í Þýskalandi.
Palmer vildi fá fleiri tækifæri með Englandi á mótinu en hann átti frábært tímabil með Chelsea og skoraði 25 mörk í öllum keppnum.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari á þeim tíma, sá ekki ástæðu til að velja Palmer í byrjunarliðið sem fór í taugarnar á þessum 22 ára gamla strák.
,,Ég var pirraður í landsliðinu, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Palmer við GQ.
,,Ég er ekki að segja að aðrir leikmenn þarna séu ekki góðir en eftir tímabilið sem ég átti, allt sem ég gerði var að ganga upp.“
,,Ég spila ekki fyrstu tvo leikina þegar liðið var í vandræðum og ég hugsaði með mér: ‘Af hverju?’ Skiljiði hvað ég á við?“
,,Ef þú setur mig í liðið í þriðja leiknum og ég geri ekkert fyrir liðið þá get ég lítið agt. Ég þurfti að reyna að kreista mér inn í þetta lið.“
,,Ég man í eitt skipti þegar Ollie Watkins var að koma inná og ég hugsaði: ‘Af hverju ekki ég?’