Samkvæmt því sem segir í umfjöllun Newsner þá er það oft svo að skordýr og ýmis lítil meindýr komist inn á hótelherbergi. Eitt af því síðasta sem þú vilt er að mæta einu slíku, eða mörgum, í myrkrinu. En ljósið frá baðherberginu getur haldið mörgum þeirra í dimmum hornum og skúmaskotum því þau vilja forðast ljósið.
Ljós er sagt halda kakkalökkum fjarri en um leið getur það laðað að sér önnur dýr, til dæmis sumar flugnategundir.
Þess utan getur ljóstýran frá baðherberginu bjargað gestum frá því að hrasa um tösku eða ganga á náttborðið þegar farið er fram úr að næturlagi.