Kóladrykkir innihalda efni sem gera þá að góðum hreingerningaefnum og það er einnig hægt að nota þá til fleiri verka.
Á YouTube-rásinni er myndband þar sem fimm góðum ráðum um hvernig er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkjum.
Kóladrykkir innihalda fosfórsýru sem er ansi góð þegar kemur að því að leysa ryð upp. Ef þú ert með litla málmhluti, sem eru orðnir ryðgaðir, þá geturðu prófað að setja þá í skál og hella kóladrykk yfir. Láttu þetta liggja svona í nokkrar klukkustundir og síðan geturðu nuddað ryðið af með klúti eða svampi.
Ef svo ólíklega vill til að þú þurfir að glíma við kalk í hraðsuðukatlinum eða kaffivélinni, þá er hægt að nota kóladrykki til þess. Helltu bara kóladrykk í ketilinn eða kaffivélina og láttu standa í um hálfa klukkustund og skolaðu síðan vel með vatni. Sýruinnihald gosdrykkjarins losar um kalkið og gerir tækin skínandi hrein.
Það er líka hægt að nota kóladrykki til að fjarlægja bletti úr fötum. Ef það eru fitublettir eða aðrir erfiðir blettir í fötum, þá er hægt að hella smávegis af kóladrykk á þá og láta liggja í um hálfa klukkustund. Síðan er bara að setja fötinn í þvottavél og setja í gang. Fosfórsýran í drykknum brýtur blettina niður og þannig verður auðveldara að ná þeim úr.
Ef þú verður uppiskroppa með klósetthreinsi þá er hægt að nota kóladrykk í staðinn. Helltu bara úr einni dós ofan í klósettið og láttu liggja í um klukkustund áður en þú skrúbbar og sturtar síðan niður.
Það er líka hægt að nota kóladrykk til að losa tyggjó úr hári. Dýfðu þeim hluta hársins, sem tyggjóið situr fast í, ofan í skál með kóladrykk og láttu liggja í um 10 mínútur. Kóladrykkurinn mýkir tyggjóið svo það verður auðveldara að losa það án þess að skemma hárið.