fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 04:45

Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nektarmyndir af Melania Trump, verðandi forsetafrú í Bandaríkjunum, voru sýndar í rússneskum fréttaskýringaþætti um helgina. Voru myndirnar tengdar við framtíð hennar sem forsetafrúar.

„Fyrirsætan (Melania Trump, innsk. blaðamanns) er aðeins í nærfötum og liggur á bláu teppi með bandaríska skjaldarmerkinu. Það er eins og ritstjórarnir hafi fyrir fram vitað eitthvað um hvað biði hennar í framtíðinni,“ sagði annar þáttastjórnandanna, Yevgeny Popov.

Margir þeirra sem hafa tjáð sig um þetta á samfélagsmiðlinum X segja að svo virðist sem Popov og hinn þáttastjórnandinn og um leið eiginkona hans, Olga Skabeeva, hafi átt erfitt með að halda hlátrinum niðri.

Melania er þekkt fyrir að forðast kastljós fjölmiðlanna en hún hefur áður tjáð sig um nektarmyndirnar og sagt: „Af hverju er ég stolt af vinnu minni sem nektarmódel? Það er mikilvægari spurning af hverju fjölmiðlar hafa valið að kafa ofan í hvernig ég hylli mannslíkamann á ljósmyndum.“

Hvorki hún né eiginmaður hennar, Donald Trump, hafa tjáð sig um myndabirtingu rússneska sjónvarpsins.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við BT að það sé enginn vafi á af hverju rússneska sjónvarpsstöðin hafi birt myndirnar.

„Þetta er auðvitað gert algjörlega meðvitað. Pútín er að sýna að hann sé erfiður viðureignar. Ef Trump vill eitthvað, þá verði hann að koma til Pútíns,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði einnig að þrátt fyrir að Pútín og Rússar séu ánægðir með sigur Trump, þá muni hann halda áfram að sýna Trump hver sé sterki maðurinn. „Þeir eru ánægðir með sigur hans, en vilja gjarnan sýna að bandarískum stjórnmálum fari hnignandi og að þetta sé sirkus. Á móti sé haldið fast um málin í Rússlandi,“ sagði hann og bætti við að með þessu sé Trump ekki sýnd nein virðing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni