Konur í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa birt myndband á Instagram-síðu félagsins þar sem þær lesa upp brot úr grófum bloggfærslum Þórðar Snæs Júlíussonar, fjölmiðlamanns og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar.
Færslurnar, sem skrifaðar eru á rúmlega fjögurra ára tímabili þegar Þórður Snær er 23 ára háskólanemi og þar til hann er orðinn 27 ára gamall blaðamaður, eru löðrandi í kvenfyrirlitningu og fordómum og hefur afhjúpun þeirra vakið mikla eftirtekt. Ekki síst í ljósi þess að Þórður Snær hefur farið mikinn í að gagnrýna aðra stjórnmálamenn sem samfélagsrýnir á ferli sínum sem blaðamaður.
Rétt er að geta þess að þar sem að bloggsíðan alræmda er horfin af internetinu hefur aðeins tekist að endurheimta lítið brot af færslunum í gengum endurheimtunarsíður á borð við Way Back Machine. Þessi litlu brot segja ekki fagra sögu og því er rétt hægt að ímynda sér hvað hefur gengið á þessi fjögur ár.
Framtak Heimdellinga er augljós ádeila á það framtak í Klausturshneykslinu um árið þegar boðað var til leiklesturs í Borgarleikhúsinu, með mörgum af dáðustu leikurum þjóðarinnar, þar sem samtölin grófu á Klaustri voru tekin fyrir.
Hér má sjá myndband Heimdellinga (mögulega þarf að uppfæra fréttina til að Instagram-færslan verði aðgengileg):
View this post on Instagram