fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

Kim Kardashian segist sjá „alveg ein“ um uppeldi barnanna

Fókus
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 10:29

Kim Kardashian og Kanye West. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian opnaði sig um erfiðleika foreldrahlutverksins og sagðist standa ein í stappinu.

Hún á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Þau eiga North, 11 ára, Saint, 8 ára, Chicago, 6 ára, og Psalm, 5 ára.

Kardashian var gestur í hlaðvarpi vinkonu sinnar, Zoe Winkler, á dögunum. Hún sagðist stundum líða eins og hún sé ein í þessu, þó hún sé með gott stuðningsnet og fólk í kringum sig.

„En stundum, þegar ég vakna um miðja nótt og börnin eru öll upp í rúmi hjá mér, sparkandi í mann, grátandi og að vakna… þetta er ekki eitthvað sem ég tala mikið um því mér líður eins og fólk muni dæma mig, eða muni segja: „En þú hefur efni á því að ráða barnfóstru og vera með hjálp.“ Og ég held að sama hvernig aðstoð ég fæ, þá er ég að ala upp fjögur börn alveg ein.“

Kim Kardashian with her four kids dressed for school in September 2024.
Kim Kardashian og börnin hennar fjögur. Mynd/Instagram

Kardashian sagði í viðtali við GQ í fyrra að hún passi orð sín þegar hún ræðir við börnin um skilnaðinn.

„Það sem skiptir mestu máli er að börnunum líður eins og það sé hlustað á þau og að þau séu elskuð,“ sagði hún.

„Þú verður að passa þig að tala við þau á þann hátt að þau skilji, það er í lagi að sýna tilfinningar en þú átt aldrei að tala illa um hitt foreldrið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín