fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæri kjós­andi. Ef­laust ertu þreytt­ur á inn­an­tóm­um kosn­ingalof­orðum. Við þig vil ég segja að þú þarft ekki að ef­ast um heil­indi Flokks fólks­ins,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í henni fer hún yfir helstu kosningaloforð flokksins komist hann í ríkisstjórn og lýsir því hvernig flokkurinn mun fjármagna þau.

Í grein sinni segir Inga að stjórnvöld hafi svikið öryrkja og ellilífeyrisþega í kjölfar hrunsins. Lífeyrir þeirra hafi verið skertur af „hrunstjórninni“ til að uppfylla óskir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því hafi þó verið lofað að þær skerðingar yrðu leiðréttar um leið og þjóðarskútan væri komin á lygnari sjó. „Það var lygi,“ segir hún.

Svikin loforð

„Þess í stað máttu ör­yrkj­ar og aldraðir horfa upp á kjör sín versna ár frá ári með til­liti til launaþró­un­ar. Fleiri voru lof­orðin sem stjórn­völd sviku. Frægt er orðið bréfið sem Bjarni Bene­dikts­son sendi öll­um eldri borg­ur­um í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2013, þar sem hann lofaði að af­nema tekju­teng­ing­ar elli­líf­eyr­is. Hverj­ar voru efnd­irn­ar eft­ir að hann komst í rík­is­stjórn? Eng­ar,“ segir hún.

Inga bendir á að frá stofnun hafi Flokkur fólksins barist fyrir því að uppsöfnuð kjaragliðnun ör­orku- og elli­líf­eyr­isþega verði leiðrétt.

„Við höf­um lagt fram fjölda þing­mála sem miða að því að bæta stöðu líf­eyr­is- og al­manna­trygg­ingaþega og koma í veg fyr­ir það órétt­læti og arðrán sem á sér stað á kjör­um þeirra hvern ein­asta dag í gild­andi kerfi,“ segir hún.

Þetta ætlar flokkurinn að gera

Inga bætir við að ef Flokkur fólksins kemst í næstu ríkisstjórn verði það forgangsmál að hækka grunn­fram­færslu al­manna­trygg­inga þannig að all­ir ör­yrkj­ar og elli­líf­eyr­isþegar fái 450.000 kr. á mánuði skatta- og skerðing­ar­laust. Sú fjár­hæð taki breyt­ing­um ár hvert til sam­ræm­is við launaþróun eins og hún birt­ist í launa­vísi­tölu.

„Flokk­ur fólks­ins mun af­nema skerðing­ar á elli­líf­eyri vegna at­vinnu­tekna og hækka frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is vegna líf­eyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkj­um tryggj­um við tæki­færi til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að ör­orka þeirra verði end­ur­met­in,“ segir Inga sem fer svo yfir það hvernig þetta verður fjármagnað.

„Ef­laust spyrja ein­hverj­ir – en Inga, hvernig ætl­ar þú að fjár­magna þetta? – Það er ein­falt – við ætl­um að sækja fé þangað sem nóg er fyr­ir – með hækk­un banka­skatts – með hækk­un auðlinda­gjalda á stór­út­gerðina og með af­námi und­anþágu staðgreiðskyldu líf­eyr­is­sjóðanna. Þá vilj­um við ekki aðeins gera breyt­ing­ar sem lúta að rétt­inda­flokk­um al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins – við vilj­um efla mann­rétt­indi eldra fólks og ör­yrkja. Við mun­um lög­festa samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks, til að tryggja fötluðu fólki þá sjálf­sögðu rétt­ar­vernd sem samn­ing­ur­inn mæl­ir fyr­ir um. Við mun­um einnig stofna embætti hags­muna­full­trúa eldra fólks, svo að eldra fólk geti leitað til síns eig­in mál­svara sem veit­ir þeim hags­muna­gæslu gagn­vart stjórn­völd­um og vinn­ur gegn fé­lags­legri ein­angr­un þeirra.“

Inga segir að lokum að flokkurinn hafi með baráttu sinni á alþingi sýnt hvar hjarta hans slær.

Við höf­um óum­deilt látið verk­in tala og í ykk­ar umboði mun­um við hrinda þeim í fram­kvæmd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt