fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 07:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða Anthony Elanga hjá sænska landsliðinu er ansi undarleg en hann virðist ekki vilja ræða við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson.

Elanga var ekki valinn í landsliðshóp Svía fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni eftir atvik sem átti sér stað í október.

Elanga var þá eini leikmaður sænska liðsins sem mætti ekki í kvöldmat eða ákveðinn fögnuð eftir 3-0 sigur á Eistlandi.

Tomasson virðist sjálfur ekki skilja stöðuna en hann hafði áður reynt að ná tali af Elanga en án árangurs.

Elanga er leikmaður Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni og var áður á mála hjá Manchester United.

,,Þið verðið að spyrja Anthony hvort hann sé reiður eða ekki,“ sagði Tomasson á blaðamannafundi.

,,Ég er ekki besta manneskjan til að greina frá hans tilfinningum – þið þurfið að spyrja hann.“

Það er óvitað af hverju Elanga vill ekki ræða við Tomasson eða sænska knattspyrnusambandið en hegðun hans er svo sannarlega undarleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd
433Sport
Í gær

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Í gær

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu