Staða Anthony Elanga hjá sænska landsliðinu er ansi undarleg en hann virðist ekki vilja ræða við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson.
Elanga var ekki valinn í landsliðshóp Svía fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni eftir atvik sem átti sér stað í október.
Elanga var þá eini leikmaður sænska liðsins sem mætti ekki í kvöldmat eða ákveðinn fögnuð eftir 3-0 sigur á Eistlandi.
Tomasson virðist sjálfur ekki skilja stöðuna en hann hafði áður reynt að ná tali af Elanga en án árangurs.
Elanga er leikmaður Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni og var áður á mála hjá Manchester United.
,,Þið verðið að spyrja Anthony hvort hann sé reiður eða ekki,“ sagði Tomasson á blaðamannafundi.
,,Ég er ekki besta manneskjan til að greina frá hans tilfinningum – þið þurfið að spyrja hann.“
Það er óvitað af hverju Elanga vill ekki ræða við Tomasson eða sænska knattspyrnusambandið en hegðun hans er svo sannarlega undarleg.