Það eru margir enskir knattspyrnuaðdáendur sem muna eftir nafninu Bafetimbi Gomis sem lék með Swansea á sínum tíma.
Gomis var leikmaður Swansea í þrjú ár eða frá 2014 til 2017 en var fyrir það hjá Lyon í Frakklandi.
Gomis hefur átt mjög skrautlegan feril en hann er 39 ára gamall í dag og hefur lagt skóna á hilluna.
Frakkinn spilaði 12 landsleiki á sínum ferli en hans síðasta stopp var lið Kawasaki Frontale í Japan.
Gomis hefur undanfarin ár leikið með Marseille, Galatasaray, Al Hilal sem og Kawasaki.
Um er að ræða mikla markavél sem skoraði 358 mörk í 790 leikjum á sínum leikmannaferli fyrir félagslið.