Claudio Ranieri er að snúa aftur til Roma en hann hefur krotað undir samning við sitt fyrrum félag.
Ranieri er 73 ára gamall í dag en hann tekur við af Ivan Juric sem var rekinn á dögunum eftir slæmt gengi.
Ranieri hefur þjálfað Roma tvisvar á sínum ferli og lék þá einnig með liðinu sem leikmaður.
Um er að ræða mjög reynslumikinn stjóra sem vann ensku úrvalsdeildina með Leicester árið 2016.
Ranieri var síðast hjá Cagliari í heimalandinu, Ítalíu, en hætti störfum þar fyrr á árinu.
🟡🔴✍🏻 Claudio Ranieri and his lawyers already signed all formal documents for his return to AS Roma as head coach.
Back home. 🔙🏡 pic.twitter.com/j9SjhImhH7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2024