Ein af stjörnum Barcelona grét í búningsklefanum um helgina er liðið spilaði við Real Sociedad í La Liga.
Þetta fullyrðir Diario Sport en um er að ræða miðjumanninn Frenkie de Jong sem sneri aftur á völlinn í október.
De Jong hafði glímt við erfið meiðsli í fimm mánuði en hann spilaði aðeins 45 mínútur í 1-0 tapi gegn Sociedad.
Hollendingurinn óttaðist það versta eftir að hafa verið skipt af velli í hálfleik en sem betur fer eru meiðslin ekki alvarleg.
De Jong er hollenskur landsliðsmaður og ferðaðist með landsliðinu í leiki gegn Ungverjalandi og Bosníu í Þjóðadeildinni.
De Jong er afskaplega mikilvægur hlekkur í liði Barcelona sem er eitt sterkasta félagslið heims í dag.