Manchester United, Arsenal, Liverpool og Tottenham eru öll farin að undirbúa það að leggja fram kæru á hendur Manchester City ef félagið verður dæmt fyrir brot sín.
Óháður dómstóll er nú að fara yfir mál City en félagið er ákært í 115 liðum af ensku úrvalsdeildinni.
City er sakað um brot þegar kemur að fjármálum en hin félögin telja sig hafa mál ef City verður dæmt.
Telja félögin sig þá eiga inni skaðabætur enda hefðu þessi félög náð betri árangri ef ekki hefði verið fyrir hið magnaða City lið.
Félögin telja sig hafa orðið af tekjum vegna árangurs City og ef félagið verður dæmt fyrir brot sín munu félögin fara í skaðabótmál.
🚨Manchester United, Arsenal, Liverpool & Tottenham have all taken legal steps to ensure they can sue Manchester City should they be found guilty of serious breaches of PL financial rules
✒️https://t.co/DsTp5vV9np— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) November 13, 2024