fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 19:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum er eftirlýstur af lögreglunni í Póllandi fyrir fjársvik. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Samkvæmt tilkynningu frá flokknum hefur hann dregið framboð sitt til baka. Maðurinn hefur verið mjög virkur í samfélagi fólks af pólskum uppruna á Íslandi.

Í fréttinni kemur fram að pólsk yfirvöld hafi óskað eftir því að maðurinn verði framseldur til Póllands. Um sé að ræða Christopher G. Krystynuson sem skipi 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Christopher, sem hafi verið búsettur á Íslandi í áratugi, hafi áður verið skráður í þjóðskrá undir nafninu Krzysztof Gajowski en undir því nafni sé hann eftirlýstur fyrir fjársvik af lögreglunni í bænum Gryfino í vesturhluta Póllands.

RÚV segist hafa fengið þetta staðfest hjá Lögreglunni í Póllandi. Yfirvöld í Pólland hafi óskað eftir því að Christopher yrði framseldur til Póllands en íslensk yfirvöld hafnað þeirri beiðni. Christopher segi í samtali við RÚV að málið snúist um fyrirtæki sem hann hann hafi rekið í Póllandi fyrir nærri þrjátíu árum. Fyrirtækið hafi farið í þrot og úr því hafi komið til málaferla. Hann hafi flutt úr landi áður en til refsingar kom og þess vegna sé málið enn óklárað í Póllandi. Hann vísi til þess að yfirvöld hér á landi hafi hafnað beiðni um framsal og segist því líta svo á að hann sé saklaus maður samkvæmt íslenskum lögum.

Hættur

Sjálfstæðisflokknum mun ekki hafa verið kunnugt um þetta mál. Þar sem Christopher er þetta neðarlega á listanum er talið ólíklegt að reyni á kjörgengi hans eftir kosningar, segir að lokum í frétt RÚV. Fréttin var síðan uppfærð með tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum um að Christopher hefði dregið framboð sitt til baka að eigin frumkvæði. Óljóst er hvaða merkingu það hefur í ljósi þess að framboðslistar hafa þegar verið gefnir út af Landskjörstjórn.

Eins og DV greindi frá nýlega hefur Christopher verið virkur í samfélagi fólks af pólskum uppruna hér á landi en hann skipulagði meðal annars bænastund fyrir móður manns frá Póllandi sem stunginn var til bana á bílastæðinu við Fjarðarkauð á síðasta ári.

Kristófer segir að móðir látna Pólverjans eigi rétt á því að vera reið

Uppfært kl. 20:37

Samkvæmt 40. grein kosningalaga virðist það ekki vera mögulegt fyrir Christopher að draga framboð sitt til baka svo skömmu fyrir kjördag, sem er 30. nóvember. Í þessu lagaákvæði segir:

„Frambjóðandi getur afturkallað samþykki sitt til framboðs á framboðslista stjórnmálasamtaka fram til þess að frestur til að skila framboðum rennur út.“

Þessi frestur rann út á hádegi 31. október síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“