fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 04:30

Smjör er rándýrt í Rússlandi þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðbólgan í Rússlandi er nú komin á það stig að fólk er farið að stela smjöri og verslanir hafa þurft að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir slíkan þjófnað. Smjörþjófnaðurinn er merki um undirliggjandi vanda að sögn sérfræðinga.

Í rússneskum stórmörkuðum er smjör nú geymt hjá áfengi og tóbaki fyrir aftan afgreiðslukassann vegna mikils þjófnaðar á því. Smjör hefur hækkað um 25% í verði og sums staðar um 30% að sögn rússneskra fjölmiðla.

Smjörkrísan er dæmi um djúpan undirliggjandi vanda sem er tilkominn vegna þess að búið er að breyta efnahag landsins yfir í stríðsefnahag og því hafa nauðsynjavörur hækkað í verði.

Það eykur vandann að nær engar vestrænar fjárfestingar eiga sér nú stað í landinu og að ríkið dælir peningum í herinn og greiðir mönnum háar fjárhæðir fyrir að skrá sig í herþjónustu. Þetta hefur áhrif á laun í mörgum geirum og ekki dregur það úr vanda almennings að eldsneytisverð hefur einnig hækkað.

Samkvæmt opinberum tölum þá er verðbólgan um 8% en henni er haldið niðri með greiðslu styrkja í ýmsu formi. Vextir seðlabankans eru nú 19% og því er mjög dýrt fyrir fyrirtæki að taka lán.

Benjamin Hilgenstock, hjá Kyiv School of Economics, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að til millilangs tíma litið séu horfurnar fyrir rússneskt efnahagslíf hræðilegar.

Hann vildi ekki gefa upp tímasetningu á hvenær rússneska hagkerfið hrynur en eins og staðan er núna, þá er landið á leið inn í krísutíma. Hann sagði að það gerist líklega 2026 og það muni þá hafa mikil áhrif á stríðið í Úkraínu.

„Tíminn vinnur gegn Rússlandi. Landið getur ekki haldið stríðsrekstrinum áfram á þessu stigi að eilífu. Það eru nokkrar ákveðnar takmarkanir fyrir Rússland, sem Rússar vita vel um, og það þýðir að Vesturlönd verða að gera Rússum lífið enn erfiðara og stytta tímann en um leið tryggja að Úkraína komist í gegnum næsta hálfa annað árið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Í gær

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður næsti páfi Svíi?

Verður næsti páfi Svíi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“